Íslenskt náttúrugos

Ferskt gæðahráefni

Í Skvettu Berjakóla er:

Íslensk aðalbláber frá Vestfjörðum.

Heil, ristuð og handmöluð krydd

Skvetta af handverkskaffi frá Kaffi Kvörn

Hrásykur í eins litlu magni og við komumst upp með, og mjööög lítið koffín.

Engin bragðefni

Í Skvettu Rabbaberja er:

Íslenskur rabbabari, rauður og grænn. Frosinn yfir vetrartímann, ferskur beint frá bónda yfir sumartímann.

Jarðarber, íslensk ef til.

Ferskt engifer.

Hrásykur í eins litlu magni og við komumst upp með og engin bragðefni!

Náttúrugos

Íslensk gæða handverskvara - engin bragðefni!

Við vinnum heil og fersk hráefni frá grunni, ristum þau og mölum.

Það fara bara náttúruleg hráefni í gosið, ásamt sítrónusýru.

Rekjanleiki

Upplýsingar um hráefni og verkun fyrir hverja dós eru fáanlegar hér á vefsíðunni okkar.

Náttúruvernd

Við notum íslensk hráefni eins og kostur er.

Við endurvinnum allt sem fellur til í framleiðslu.

Hratið fer í hringrásarhagkerfið og nýtist í aðrar vörur.

Hægt að fá hjá okkur umbúðarlaust gos síróp í margnota umbúðum til að blanda í kolsýrt vatn.

Notum þær umbúðir sem mesta endurvinnsla er á hér á landi.

Fjölskyldufyrirtæki

Skvetta Gosgerð er lítið fjölskyldufyrirtæki úr Laugarnesi.

Hreinleikinn

Öll hráefnin okkar eru 100% náttúruleg og vegan, aðalbláberin og rabbabarinn eru líka lífræn.