Íslensk hráefni

Með því að nota innlend hráefni eins mikið og hægt er, og heil hráefni sem unnin eru á Íslandi þá nýtum við íslenska framleiðslu, minnkum flutning og færum virðiskeðjuna til Íslands.

Endurvinnsla

Við stefnum á 100% endurvinnslu á endurvinnanlegu efni, en að lágmarki 95% mælt í þyngd.

Hringrás

Við munum nota hratið sem fellur til í framleiðslu til að framleiða aðrar vörur. Við höfum gert tilraunir með að nota það sem kryddlög fyrir lambakjöt og einnig fyrir egg. Einnig er líklegt að við munum nota það í sápugerð.

Rekjanleiki

Með því að skoða best fyrir dagsetningu á umbúðum getur þú flett hér upp upplýsingum á vefsíðu okkar um hráefnið og vinnsluna á hverri dós. Við óskum eftir ábendingum frá ykkur hvað meira þið viljið sjá, kannski myndir frá átöppunarferlinu eða meira á bak við tjöldin? Við póstum reglulega frá framleiðslunni á instragram - fylgið endilega skvetta.is þar!

Umbúðalaust gos

Við bjóðum upp á að kaupa síróp hjá okkur í margnota umbúðum til að blanda sjálf í kolsýrt vatn. Lágmarksmagnið sem við seljum nægir til að búa til 24 stk af 330 ml.

Endurvinnanlegar umbúðir

Við notum áldósir fyrir gosið því þær eru mestmegnis endurunnar. Við munum skoða aðrar umbúðir síðar ef farið verður að endurvinna þær í auknum mæli.